VIÐTÖL
Hrefna Óskarsdóttir
Við tókum viðtal við Hrefnu Óskarsdóttir sem er fædd á því gæða ári 1975.
Hrefna er iðjuþjálfi og er einnig í meistaranámi í geðheilbrigðis vísindum.
Þegar Hrefna er reið, sár eða pirruð þá finnst henni best að fara út með hundinn sinn í göngu og hlusta á kröftug lög á meðan sem hún kann utan af. Í göngunni gengur hún með hundinn þangað sem enginn er og enginn sér til þess að hún geti sungið eins hátt og hún vill með. “Það hjálpar mér að fá útrás” sagði Hrefna. Hrefna hlustar helst á rólega tónlist en hefur líka gaman af pop tónlist sem gerir hana glaða. Við spurðum Hrefnu hvort hún myndi einhvern tímann hlusta á rólega tónlist á meðan hún væri að þrífa, þá svaraði hún að í það notaði hún glöðu tónlistina sína. Hrefna heldur að tónlist hafi mjög mikil áhrif á líðan. Hún segir að tónlistin hjálpi henni oft að gera hluti sem hún nennir ekki að gera, eins og til dæmis að þrífa. “ Stundum þegar ég kem heim úr vinnunni og er smá þreytt, set ég á tónlist og byrja í róleg heitum að ganga frá í eldhúsinu, sópa og elda. Þá er ég orðin nokkuð góð og fer ekki að skamma strákana mína fyrir að ganga illa um húsið”. Hrefna heldur að tónlist hafi svona mikil áhrif vegna öndunar, við getum framkallað til dæmis kvíða ef við byrjum að anda of hratt eða notað djúp öndun til að slaka á. Ef við syngjum með tónlistinni öndum við á annan hátt en þegar við tölum og Hrefna heldur að það hafi áhrif á líðan okkar. Hún segir samt að það sé ekki bara öndun því maður syngur ekki alltaf með. Hrefna sagði að tónlist geti hjálpað okkur með andleg veikindi, en til þess þarf maður svolítið að þekkja sjálfan sig og sinn tónlistarsmekk. Hún mælir ekki með því að hlusta á ástarvæl ef þú ert í ástarsorg. En afhverju hlustum við til dæmis ástarsorgarlög þegar við erum í ástarsorg? Hrefna vill meina að þá skiljum við textan og við leitum huggunar við fólk og lög sem skilja hvað við erum að ganga í gegnum. Það sem Hrefna vildi segja að lokum er að við erum stöðugt að leita að tilgangi í lífinu og ef okkur finnst við hafa tilgang þá líður okkur vel, en stundum verðum við bara að leita og það er bara allt í lagi.
Guðmundur Örn Jónsson
Við tókum viðtal við Guðmund Örn Jónsson prest sem er fæddur árið 1973.
“Ég hlusta á eiginlega allt, en mest af öllu hlusta ég á harðkjarna rokk og punk tónlist”
Örri er handviss um að tónlist hefur áhrif á líðan og heldur að það stafi af því að við tengjum alltaf við tónlist. Hann segir einnig ef hann vill vanda sig við eitthvað ákveðið verk hlustar hann á tónlist sem minnir hann á góða tíma og það kallar fram sömu vellíðunartilfinningu. “Tónlist í jarðarför skiptir miklu máli” segir Örri og bætir við að aðstandendur velja lög sem minna þau á hinn látna. Við spurðum Örra afhverju maður myndi aldrei velja High way to hell með AC/DC sem útfarar lag og hann segir að það væri allt í lagi að hafa lagið spilað á orgel en textinn er ekki við hæfi, þó svo að lagið væri vel við hæfi hjá djöfladýrkendum. “Ég fór einu sinni í útför sem þar var spilað gamalt punk lag á orgelið” segir Örri og hlær. Það fer algjörlega eftir prestum hvort það gilda reglur við útfaralög. Eina reglan hjá Örra er að það á að vera við hæfi lagið sem þú velur. Auðvitað vandar fólk verkið sitt við útförina fyrir hinn látna, að hún sé smekkleg. Tónlist sem Örri myndi til dæmis ekki samþykkja er High way to hell eða Komdu og skoðaðu í kistuna mína segir hann og hlær. Hvað brúðkaup varðar velur parið alltaf tónlistina, oftast lög sem eru falleg eða minna þau á eitthvað sem þau gerðu saman. Engar sérstakar reglur eru um lög í brúðkaupum en Örri er svo sannarlega ekki sammála lögum sem fjalla um ástarsorgir eða sambandsslit.
Þórhallur Barðason
Við tókum viðtal við söngkennarann Þórhall Barðason sem hefur mikla reynslu á tónlistarlífinu. Þórhallur er fæddur árið 1973 á Kópaskeri. Hann stjórnar karlakór Vestmannaeyja, kennir tónmennt í Hamarskóla og starfar sem söngkennari í Listaskóla Vestmannaeyja. Þórhallur hlustar á flestar gerðir tónlistar en er ekki hrifinn af gráli, eins og sagt er á góðri forníslensku. Grál er þungkjarnarokk sem Þórhalli finnst ekkert spennandi. Þórhallur segir að það sé vísindalega sannað að tónlist hafi áhrif á líðan. Bæði taktur og hávaði getur haft áhrif á hlustanda og hraður taktur getur haft áhrif á hjartaslög. Há tónlist getur verið góð fyrir suma til að fá útrás en einnig getur hún valdið streytu. Þegar Þórhallur þrífur er það bara Rammstein í tækið en ef hann er bara taka til þá verður ópera og sinfóníur fyrir valinu. Í söng skiptir miklu máli að tjá lagið vel "Þú getur sungið mjög vel en ekki haft mikil áhrif á hlustandann" segir hann. Klassíska tónlist væri Þórhallur helst til í að heyra í jarðaför og einhver falleg lög til að kveðja þann látna. Þórhalli finnst mjög gott að vinna í tónlistarskólanum. Honum finnst það hafa góð áhrif á sig að vera alltaf í kringum hljóðfæri og söng en það getur líka verið þreytandi til lengri tíma. Það sem honum finnst best við að kenna söng er að sjá framfarir hjá nemendum sínum því það gefur honum mest í starfinu.