Um okkur
Anika Hera Hannesdóttir
Halló, ég heiti Anika Hera Hannesdóttir fullu nafni.
Mér finnst gaman að gera svo margt. Gítarinn er í uppáhaldi myndi ég segja en annars hef ég gaman að prófa og spila á önnur hljóðfæri líka. Mér finnst æðislegt að veiða á stöng, sérstaklega í góðu veðri. Svo æfi ég líka handbolta sem mér þykir einnig mjög skemmtilegt. Ég hef búið í Vestmannaeyjum alla mína æfi og líður afar vel hér.
Ég vill meina að tónlist sé mikill partur af því hver ég er. Ég byrjaði átta ára að spila á gítar og hef ekki hætt síðan.
Tíu ára gömul lærði ég aðeins á píanó sem þróaðist í að læra sjálf eitt og annað á flautu og ukulele.
Ég trúi því að tónlist hafi áhrif á líðan vegna þess að hún hjálpar fólki oft í aðstæðum og er einnig mikið í kringum okkur í daglegu lífi.
Bryndís Guðjónsdóttir
Heill og sæll lesandi góður, ég heiti
Bryndís Guðjónsdóttir.
Mér finnst gaman að ferðast og sjá heiminn. Bækur og kvikmyndir er mikið áhugamál þar sem ég er mikill gagnrýnandi í mér. Disney og ofurhetjumyndir standa þar efst.
Ég hlusta á tónlist við hvert tækifæri og æfi einnig söng. Sem barn var ég alltaf syngjandi og gólandi, margir myndu kannski kalla mig þreytandi barn en mér fannst ég drullu skemmtleg.
Ég byrjaði í söngnámi árið 2014 og sé sannarlega ekki eftir því.
Árið 2017 tók ég þátt í söngvakeppni samfestings ásamt Aniku sem mér fannst mjög gaman og stefni mögulega að taka þátt í söngvakeppni framhaldsskólana þegar þar að kemur. Ég held að það sé öruggt að tónlist hafi áhrif á líðan eða allavega hefur hún áhrif á mig. Þegar ég er pirruð er skylda fyrir mig að hlusta á lag, annars lagast skapið seint.
Guðný Emilíana Tórshamar
Hæ, ég heiti Guðný Emilíana Tórshamar. Ég elska tónlist og gítarinn minn. Ég safna sokkum sem er afar skemmtilegt áhugamál, ef ég ætti að giska hvað ég ætti mikið af sokkum þá væri það í kringum 300 sokkapör. Ég hef alltaf búið í Vestmannaeyjum en ég er líka Færeyingur. Ég byrjaði að læra á gítar árið 2017, það er rosa gaman að spila á gítarinn minn, mér hefur alltaf fundist gaman að syngja og það er stór partur af mér. Ef það væri engin tónlist þá væri engin ég. Tónlist hefur mótað mig á öllum sviðum og gerir það ennþá. Og auðvitað trúi ég því að tónlist hafi áhrif á líðan.