top of page

NIÐURSTÖÐUR

Margar rannsóknir um áhrif tónlistar á líðan benda til þess að tónlist hafi sterk áhrif á líðan fólks á öllum aldri. Þegar við hlustum á tónlist eiga sér stað viðbrögð í heilanum sem nema  það sem eyrað heyrir. Viðbrögðin eru mismunandi eftir því hvernig tónlist er hlustað á en einnig eftir því hvort tónlistin sé kunnugleg, hvort hún kalli fram ákveðnar tilfinningar. Tónlist getur mjög auðveldlega verið bundin minningum. Tónlist sem tengist ákveðnu atviki eða kringumstæðum getur löngu seinna kallað fram minningar eða jafnvel sömu tilfinningu og þær sem áttu sér stað í fortíðinni. Í rauninni stjórna þessir þættir hvaða áhrif tónlist hefur á okkur. Eins og segir í viðtalinu við Guðmund Örn þykir ekki smekklegt að hafa lagið "Komdu og skoðaðu í kistuna mína" sem útfaralag. Þrátt fyrir persónulegan fjölbreytileika í viðbrögðum við ólíkri tónlist eru þó nokkuð fyrirsjáanleg líkamleg áhrif sem flest fólk fær. Hröð tónlist virkar yfirleitt örvandi á hlustanda, eykur hjartslátt og kallar fram taktfastar líkamshreyfingar. Hins vegar hefur hæg tónlist róandi áhrif og getur valdið lægri blóðþrýstingi og jafnari öndun. Þessi líkamlegu áhrif koma fram í ungu sem gömlu fólki sem bendir til þess að ef viðbrögðin eru lærð, lærast þau snemma.

 

Ekkert hefur þó bent til þess að ein tegund tónlistar hafi betri áhrif en önnur eða að sama tónlistin hafi sömu áhrifin. Það er vel vitað að tónlistarsmekkur er einstaklingsbundinn og jafn hversdagslegt umræðuefni og veðrið. Við hlustum á tónlist hvar sem er, hvenær sem er og með hverjum sem er. Einar helstu niðurstöður sem hafa komið út úr vísindalegum rannsóknum eru meðal annars að tónlist getur bætt árangur í próftöku ef þú hlustar á tónlist sem þér líkar við rétt fyrir próf. Hún getur einnig hvatt okkur áfram í hlutum sem okkur finnst ekki skemmtilegir eða nennum ekki að gera. Tónlistin getur kaffært tímabundnum skilaboðum líkamans til heila um þreytu og því er gott að hlusta á tónlist

þegar reynt er á líkama  og/eða heila. (Sigga Dögg, 2015). Sylvía Hilmarsdóttir setti fram tilgátu í lokaverkefni sínu Afreksfólk í tónlist að fólk sem hefur afrekað eitthvað í tónlist mælist síður taugaveiklað en þó úthverfara og samviskusamara, einnig að það skeri sig úr á viðsýniskvarða (eykur víðsýni fólks). (Sylvía Hilmarsdóttir, 2012). Við erum handviss um að tónlist hafi áhrif á líðan. Ákveðin tónlist “peppar” þig meira upp en önnur lætur þig slaka á og jafnvel detta í djúpan svefn. Miðað við allar upplýsingar, kannanir og prófanir getum við nánast verið 100% vissar að tónlist hafi áhrif á líðan. Þó svo getum við ekki sagt nákvæmlega afhverju en við höfum þó fengið fullt af góðum svörum frá fólki og afhverju það heldur að tónlist hafi áhrif á líðan.

Heimsókn á spítalann

Við kíktum í heimsókn á Heilbrigðisstofnunina í Vestmannaeyjum til þess að gera smá tilraun. Við fengum lánaðan púlsmæli sem mælir hjartslátt fólks. Tilgangurinn með þessari tilraun var að sjá hvort púlsinn myndi breytast þegar hlustað er á tónlist. Fyrsta lagið var þungt Metal og hitt rosalega rólegt lag. 

Bryndís byrjaði, venjulegur púlsinn hennar var 98 slög. Eftir að hafa hlustað á metal lagið varð púlsinn hennar 103 slög. En svo eftir rólega lagið varð hann 93 slög.

Svo hjá Aniku var venjulegur púls hjá henni 81 slag, metal lagið lét púlsinn hennar aldeilis minnka. Í miðju lagi fó púlsinn niður í 68 slög og var stöðugur þar út rólega lagið líka.

Og sú seinasta var Guðný. Venjulegur púls hennar var 113 slög. Eftir að hafa hlustað á metal lagið varð hann kominn í 92 slög. Og svo eftir rólega lagið fór hann í 95 slög.

Við bjuggum til könnun til að sjá mismunandi tónlistarsmekki hjá allskonar aldurshópum. Könnunina má sjá hér fyrir neðan. 

bottom of page